27.03.2014
Aðalfundur 2014

Aðalfundur Félags Djúpmanna

Fimmtudaginn 20. mars 2014, klukkan 20:00

 

Stungið upp á Halldóri Halldórssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri þakkar traustið og fagnar félagsskapnum um leið og hann hrósar formanni og því að félagið sé að lifna við og æskir persónulegrar inngöngu í félagið.
Stungið var upp á Ástu Dís Guðjónsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri kynnir næsta dagskrárlið sem er kynning á skýrslu stjórnar.
Jórunn formaður félagsins kynnir skýrslu stjórnar sem sjá má hér að neðan.

Fundarstjóri kynnir Daníel gjaldkera sem fer yfir og útskýrir rekstrarreikning félagsins og útskýrir tekjur og gjöld á tímabilinu en þess má geta að félagið á enn land við Galtarhrygg með tveimur húsum á og er það eina eign félagsins. 
Reikningar síðan bornir upp til samþykktar og samþykktir samhljóða.
Fyrirspurn kom um húsin tvö og kom fram að þetta væru frekar svokallaðir vegamannakofar en sumarhús þó eru gistimöguleikar fyrir 4-5 á staðnum.
Félagsgjöld voru rædd og ákveðin óbreytt áfram 3.000.- kr. á ári.
Næsti dagskrárliður eru kosningar:
Núverandi formaður gefur kost á sér til áframhaldandi starfa, ekki kom fram mótframboð og Jórunn er því réttkjörinn formaður félagsins. Daníel Helgason gefur kost á sér til áframhaldandi starfa sem gjaldkeri og þar sem ekki kom fram mótframboð þá er hann réttkjörinn gjaldkeri.  Það á einnig við um Einar Kjartansson en Hjörtur Aðalsteinsson gefur ekki kost á sér áfram enda hefur hann setið óslitið í stjórn í 16 ár og kunnum við honum kærar þakkir fyrir. Dagný Rós Stefánsdóttir gefur ekki kost á sér í stjórn en er til í að koma í varamann og kunnum við henni góðar þakkir fyrir það.

Kjósa þarf til stjórnar og er óskað framboða úr sal.  Eftirfarandi gáfu kost á sér:
Reynir Snædal Magnússon frá Hallsstöðum og Halldór Jónsson frá Laugarási og voru þeir kosnir samhljóða.

Kjósa þarf varamenn til stjórnar og er óskað framboða úr sal: Eftirfarandi gáfu kost á sér: Jóna S. Marvins, Dagný Rós Stefánsdóttir og Guðrún Karlsdóttir og voru þær samþykkta samhljóða.
Skoðunarmenn reikninga: Magnea Guðmundardóttir og  Ásdís Samúelsdóttir.
Önnur mál:
Formaður minnir á Djúpmannamót í sumar með dansiballi og hvetur fólk til að bóka gistingu og fjölmenna á svæðið.
Fyrirspurn um Álfhól og hvort til standi að gera hann upp, Daníel svarar að verið sé að skoða kostnað og hugsanlega verði farið í framkvæmdir í vor þegar snjóalög leyfa.

Hvatning kom úr sal um að félagið nýtti sér afslætti félagsskírteinis til framkvæmda þ.e.a.s. veldi fyrirtæki sem gæfu afslætti sem nýttust félaginu við slíkar framkvæmdir.
Rætt var um húsakostinn, viðgerðir, vatnsveitumál og gistimöguleika.
Spurt var um gömlu Djúpmannabúðina og hver ætti hana og kom í ljós að Jón Björnsson er eigangi hennar, þá var spurt um hvort ekki væri fýsilegt að fá hana til kaups aftur og var það rætt.  Umræður spunnust um þá sem hefðu  verið virkastir í félaginu og hverjir væru fallnir frá.
Árni Jóhannsson kveður sér til hljóðs og þakkar uppgang félagsins, hann nefnir hvernig staðið er að málum í Strandamannafélaginu en þeir eiga bústað með löngum biðlista.

Spurt er um Djúpmannatal og Daníel svarar því til að það er enn í höndum Ólafs Hannibalssonar en hann er að leita styrkja til útgáfu og er málið enn í vinnslu en ekki hefur verið ákveðið í hvaða formi sú útgáfa yrði.  Eitthvað er til af myndum en spurning um notkunarleyfi og fleira.
Umræður um ábúendur  við Djúp í væntanlegum sjónvarpsþætti.

Fundarstjóri þakkar fyrir sig og gefur formanni orðið.
Formaður slítur fundi.

 

Skýrsla stjórnar:

Það sem hefur verið gert síðastliðið ár er eftirfarandi:



Aðalfundur og vorkaffi var haldið í sal Lions.

Tveir stjórnar fundir voru haldir og var þar ákveðið að koma þyrfti vatni á Álfhól og í framtíðinni á salerni við tjaldstæðið.

Ákveðið var að kaupa sláttur orf til þess að slá lúpínuna í kringum Álfhól en hún hefur náð að sá sér víða í kringum húsið.

 

Álfhóll

Síðastliðið sumar var bensín sláttur orf keypt og fóru stjórnarmenn og slógu lúpínuna tvisvar.

Farin var ferð vestur í djúp og bústaðurinn Álfhóll var tekinn út. Ákveðið var að Daníel,smiður og gjaldkeri félagsins myndi vera yfir framkvæmdum bústaðsins.

Bústaðurinn er ekki í sem bestu ástand en ákveðið var að fara í allra nauðsynlegustu viðgerðirnar. S.s. skipta um þrjá glugga, setja upp loft túðu, mála bústaðinn að utan sem innan og setja pall í kringum hann svo hægt sé að vera þarna úti á góðum sól viðrisdögum. (sem eru ósjaldan í Mjóafirðinum)

Viðræður eru í gangi við nágranna bústaðinn um það hvort að við getum tengt okkur við vatnið hjá þeim eða hvort að við getum borað okkar eigin holu þar rétt hjá. Þá munum við fá grunn vatn en ekki yfirborðsvatn.

 

Bingo

Þann 4. nóvember var haldið bingo í sal sjálfsbjargar. Mættu þar harðir bingo áhugamenn og var stemmningin góð. Og voru flottir vinningar í boði.

 

Félagsgjöld

Í fyrsta sinn í langan tíma voru félagsgjöld rukkuð með góðum undirtektum. Gjöldin eru 3000 krónur og fá þeir sem borga félagsskírteini sem mun gefa afslætti. Verið er að safna afsláttum. Ef einhver hefur áhuga á að koma hugmynd af afsláttum þá væri það vel þegið. Eins og staðan er í dag þá eru félagsmenn með afslátt hjá Flugger og Prentun.is.

 

Bæklingur

Gefinn hefur verið út bæklingur Djúpmanna í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Vonumst við til að hann hafi gert félagið sýnilegra og minnt gamla og unga djúpmenn á að þeir séu skráðir í félagið.

 

Spurningarkeppni átthagafélagana

Við tókum þátt í spurningarkeppni átthagafélana í ár eins og í fyrra.

Keppa þeir Halldór Halldórsson frá Ögri og Páll Ásgeir og Gísli Ásgeirssynir frá Þúfu þetta árið fyrir okkar hönd.

Og við erum komin áfram í átta liða úrslit og verða þau 27. mars eða næstkomandi fimmtudag, klukkan 20:00 í Breiðfirðingabúð. Faxafeni 14.

Beint fyrir ofan Bónus í Skeifunni. Gaman væri að sjá sem flesta Djúpmenn til að styðja við bakið á okkar mönnum.

Þar að auki eru þetta bráðskemmtilegar og mjög spennandi keppnir.



Á döfinni:


Vorkaffi í maí



Á döfinni í sumar er svo Djúpmannamót. 4. tli 6. júlí í Heydal, Mjóafirði.  Það verður dansiball á laugardagskvöldinu. (Gaman væri að fá einhverjar hugmyndir um hvað er hægt að gera á laugardeginum eða jafnvel á föstudagskvöldinu) Hugmyndir eru um að leigja samkomutjald.

Er svo planið að halda Djúpmannamót fjórða hvert ár í frábæra Djúpinu okkar.



VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith