Fundargerð stjórnarfundar 23. Júlí 2013
Mættir eru Dagný Rós Stefánsdóttir, Daníel Helgason og Jórunn Silla Geirsdóttir.
Fundarritari Dagný Rós Stefánsdóttir.
-Formaður kom með hugmynd um að gefa út Djúpmanna bækling í janúar í tilefni 60ára afmæli félagsins. Þar væri hægt að hafa ýmislegt skemmtilegt t.d. um viðburði sem ættu að vera á því ára t.d. Djúpmannamót.
Aðrir stjórnarmenn tóku vel í þá hugmynd og var ákveðið að gefa út bækling. Vantar þá sjálfboðaliða til að koma með efni í hann og til að setja hann upp. Kom upp hugmynd um hvort að hægt væri að fá auglýsingu í bæklinginn til að standast straum af kostnaði, verður það að ráðast hvort að það sé hægt.
-Búið er að taka út í mjög stórum dráttum hvað þarf nauðsynlega að gera við efri bústaðinn á Galtahrygg til þess að hægt sé að leigja hann út.
-Bústaður á Galtahryggnum: Rætt var um að það yrði í forgang að koma vatni á bústaðinn og ætlar Daníel að hafa samband við Atla Pálmason í sambandi við að fá afnot af borholu sem hann er með. Hugmynd er að leggja um 250m slöngu yfir í efri bústaðinn á Galtahryggnum frá borholunni til að fá vatn.
-Ákveðið var að Jórunn Silla myndi taka að sér að hafa samband við bankann upp á að geta rukkað inn félagsgjöld. Einnig var ákveðið að rukkað yrði í gegnum netbanka nema að óskað yrði eftir einhverju öðru.
-Haldið verður Bingo í haust með vöfflum og tilheyrandi.
- Hugmynd kom inn um að safna inn afsláttum frá hinum ýmsu fyrirtækum tengdum og ótengdum djúpinu sem félagsmenn gætu síðan nýtt sér. Verður það þá gert fyrir næsta ár 2014.
-Einnig kom inn hugmynd um að gefa út félagsskírteini fyrir þá félagsmenn sem hafa borgað sem þeir geta þá sýnt þegar þeir ætla að nýta sér afslættina.