Rétt er að nefna hér stórt verkefni sem félagið hefur verið með í vinnslu í nokkurn tíma en það er ættfræðigrunnur Djúpmanna, Djúpmannatal sem Ólafur Hannibalsson hefur haft veg og vanda af en spannar um 50 ára sögu hjá félaginu þannig að margir hafa komið að þeirri vinnu. Þetta verður mikið rit en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig útgáfu þess verður háttað. Lesa má samantekt Ólafs um þetta verkefni undir "Fróðleikur" hér á heimasíðunni.