28. október 2010 var haldin aðalfundur eftir margra ára hlé. Á þessum fundi var kosið til nýrrar stjórnar í fimm manna stjórn félagsins. Kosnir voru þeir Leifur Halldórsson frá Ögri sem var jafnframt kjörinn formaður og Daníel Helgason, frá Odda í Ögurvík er gjaldkeri. Fyrir í stjórn og sitja áfram voru þeir Einar Kjartansson, Hjörtur Aðalsteinsson og Theódór Halldórsson. Þeir sem viku úr stjórn eru Kristinn Halldórsson,fráfarandi formaður og Ólafur Hannibalsson. Þeim eru færðar hér með bestu þakkir fyrir vel unnin störf og vonandi að félagið fái að njóta starfskrafta þeirra áfram í ýmsum verkefnum sem eru framundan.
Ný stjórn fundaði strax í vikunni á eftir og skipti með sér verkum og lagði línurnar m.a. um það sem þótti vera helst til þess fallið að fjölga virkum félögum, en það væri heimasíða, það að félagið sé sýnilegt á veraldarvefnum. Í þeim efnum má nefna að félagið verður samhliða heimasíðunni með síðu á samskiptavefnum Facebook eða Fésbókinni þannig að sem flestir verði okkar varir og geti fundið eitthvað við sitt hæfi.