26.05.2013
Aðalfundur 2013

Sælir góðir félagsmenn

aðalfundur fyrir árið 2013 var haldinn í sal Lions, Sóltúni 20  þann 25. apríl og var mæting með ágætum.  Eftir fundinn var boðið til kaffihófs með hlaðborði og fólk gat spallað og haft gaman af. Leifur Halldórsson tilkynnti að hann léti af störfum sem stjórnarmaður og formaður og þökkum við honum fyrir gott starf.  Í hans stað var ákveðið að Jórunn Silla Geirsdóttir myndi taka við formansstöðu félagsins. Einnig kom Dagný Rós Stefánsdóttir ný inn í stjórn.

 

Stjórn félagsins árið 2013 skipa því eftirtaldir:

Jórunn Silla Geirsdóttir – formaður

Hjörtur Aðalsteinsson

Einar Kjartansson

Daníel Helgason

Dagný Rós Stefánsdóttir

 

Kom upp umræða um að gera upp annað húsið sem félagið á og gera leiguhæft. Húsið er staðsett á Galtahrygg og er það mjög í niðurnýðslu í dag. Samþykkt var á fundinum að gera það upp. Samróma ákvörðun var tekin á fundinum um að taka upp félagsgjöld  3000 kr. á ári frá og með árinu 2013. Stærsta verkefni félagsins síðustu ár er ritun Djúpmannatals, en það verk hefur verið í höndum Ólafs Hannibalssonar og hefur hann unnið gott starf. Verkið er nú komið á það stig að hægt er að fara að setja það upp í tölvu til útgáfu, hvort sem það verður á rafrænu formi eða á pappír.  

 

Einnig var samþykkt að halda Djúpmannamót á næsta ári 2014, þar sem við ætlum að efla samstarfið hjá félaginu og kynna yngri félagsmenn fyrir Djúpinu góða. Einnig mun félagið verða 60 ára á næsta ári svo þetta verður stórt ár fyrir félagið.

 

 

 

Viljum við ávalt hvetja ykkur til að láta orðróm ganga um félagið. Allir áhugamenn djúpsins eru auðvitað ávalt velkomnir í félagið.  

 

 

 

Takið strax frá fyrstu helgina í júlí sumarið 2014.

 

Bestu kveðjur Jórunn Silla J

 

 

 

 

VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith