06.12.2011
Skráning í Félag Djúpmanna

Búið er að senda öllum skráðum félögum bréf með notendanafni og lykilorði þar sem viðkomandi er beðinn um að uppfæra inn á lokuðu svæði á heimasíðunni, allar upplýsingar um sjálfan sig og staðfesta þar með veru sína í félaginu ásamt því að setja inn upplýsingar um tengsl sín við Djúpið. Þetta er gert með því að smella á hnappinn "innskráning". Þá er einnig hægt að nýskrá félaga með því að fara í hnappinn "nýskráning" efst hægra meginn á síðunni. Ekkert félagsgjald er eða ársgjald í Félag Djúpmanna.

 

Vinsamlegast hafði samband við einhvern af stjórnarmönnum ef þessir möguleikar virka ekki eða og við munum reyna að aðstoða við úrlausn. Einnig er möguleiki að ekki allir skráðir félagar hafi fengið bréfið í hendur og er þá bent á að hafa samband við okkur hið fyrsta og það mun verða bætt úr því.

VEFSMÍÐI: STYX EHF. KNÚIÐ AF: WebSmith