1.gr
Félagið heitir Félag Djúpmanna. Heimili þess er í Reykjavík.
2.gr.
Tilgangur félagsins er: Að vinna að aukinni kynningu og halda við samstarfi þeirra Djúpmanna og afkomenda þeirra, sem fluttir eru frá Djúpi og dvelja í Reykjavík og nágrenni um lengri eða skemmri tíma.
3.gr.
Félagsmenn geta þeir orðið, sem fæddir eru, uppaldir eða eru afkomendur þeirra frá eftirtöldum hreppum við Ísafjarðardjúp: Snæfjalla-, Nauteyrar-, Reykjafjarðar-, Ögur- og Súðavíkurhreppum. Sama gildir um hjón, ef annað þeirra fullnægir framangreindum skilyrðum, svo og um börn þeirra.
4.gr.
Árgjald félagsins skal ákveðið á hverjum aðalfundi fyrir yfirstandandi ár.
5.gr.
Aðalfund skal halda á hverju ári fyrir 15. mars, skal hann vera boðaður bréflega með minnst viku fyrirvara og telst lögmætur, hversu fáir sem mæta.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Á aðalfundi gerir stjórnin grein fyrir verkum sínum og skilar reikningum árituðum af skoðunarmönnum.
6.gr.
Stjórn félagsins skipa fimm menn kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Þá skulu kosnir þrír varamenn í stjórn og tveir skoðunarmenn. Kjörtímabilið er eitt ár.
7.gr.
Stjórninni er heimilt að skipa menn í sérstakar nefndir, ef henni þykir ástæða til.
8.gr.
Hætti félagið störfum, skulu eignir þess renna til einhverrar menningarstarfsemi við Djúp, eftir ákvörðun þess fundar, er slítur félaginu, enda sé þess sérstaklega getið í fundarboði.
12.03.79.
Lagabr: 5.gr. breytt á aðalfundi 13.11.77
4.gr. breytt á aðalfundi 11.03.79
2. gr., 3. gr., 5. gr., og 6. gr. breytt á aðalfundi 27.04.2017